Grensásvegur 1
Íbúðir Fasteignafélagsins G1 á Grensásveg 1 standa á fullbúinni lóð með skemmtilegum inngarði sem húsin á lóðinni ramma inn.
Íbúðirnar eru fullbúnar með góðum tækjum, gólfefni á öllum rýmum, innfeldum ljósum og ljósaspegli á baðherbergi.
Í bílakjallara er aðgengi að bílastæðum þar sem búið er að koma upp ON hleðslustöðvum fyrir rafmagnsbíla og möguleiki á deilibílum frá Brimborg fyrir íbúa til daglegra nota.
Nútímaleg hönnun íbúða og gæða frágangur í fyrirrúmi, hvort sem um er að ræða utanhúss eða að innan.
Meðalstærð íbúða á Grensásvegi 1 er um 85m2 sem hentar vel ungu fólki sem er að taka sín fyrstu skref inn á fasteignamarkaðinn, nú eða þeim sem hafa hug á að minnka við sig.
Dæmi um fjármögnun
Brúaðu bilið heim í þína drauma fasteign miðsvæðis í Reykjavík, þar sem stutt er í alla þjónustu og samgöngur.
Með BRÚ20 eða BRÚ25 frá FasteignaBRÚ, átt þú kost á því að kaupa glæsilega nýja eign á Grensásvegi.
Dæmi um fjármögnun:
Þú setur fram 10% eigiðfé að lágmarki, tekur lán fyrir 65-70% og við brúum bilið heim.
Svæðið í kringum Laugardalinn er mjög eftirsóknarvert fyrir alla aldurshópa og í Glæsibæ, Skeifunni og Ármúlanum má finna alla þá þjónustu sem nöfnum tjáir að nefna.
Þar má telja læknisþjónustu, heilsugæslu, matvöruverslanir, sérverslanir, veitingastaði, líkamsrækt, samgöngutengingar og skóla í innan við fimm mínútna göngufæri.
Spurt og svarað
Hvernig virkar Fasteignabrú?
Fasteignabrú er sjóður sem fjárfestir í íbúðarhúsnæði sem er á byggingareitnum Grensásvegi 1, sem inniheldur staðföng 1A-1F.
Fasteignabrú býður allt að 25% meðfjárfestingu sjóðsins við kaup fasteignar.
Kaupandi leggur fram að lágmarki 10% eiginfjárframlag af kaupverði.
Mismunur á framlagi sjóðsins og eigin fé kaupanda er fjármagnað sem lánsfé sem kaupandi þarf að standa undir með sínu greiðslumati eingöngu.
Get ég keypt eign með Fasteignabrú sjóðnum?
Einstaklingar og lögaðilar sem eiga að lágmarki 10% eigið fé og standast greiðslumat fyrir allt að 65-70% láni ásamt leigugreiðslu af þeim eignarhluta sem er í eigu sjóðsins.
Fasteignabrú fjárfestir fyrir allt að 20-25% af kaupverði eignarinnar og verður þar með 20-25% meðeigandi að íbúðinni. Samhliða er gerður sameignarsamningur milli eigenda íbúðarinnar og einnig leigusamningur vegna eignarhluta sjóðsins.
Skilmálar samninga lögaðila/fyrirtækja eru ekki þeir sömu og hjá einstaklingum.
Hvaða eignir get ég keypt með Fasteignabrú sjóðnum?
Með því að fara inn á heimasíðu sjóðsins www.fasteignabru.is sést yfirlit yfir staðföng sem innihalda óseldar íbúðir á Grensásvegi 1 og með því að velja staðfang færist þú yfir á heimasíðu Fateignafélagsins G1 ehf, www.g1.is sem gefur gott yfirlit yfir þær íbúðir sem eru til sölu með 20-25% meðfjárfestingu sjóðsins.
Hvað kostar að nýta sér Fasteignabrú?
Einstaklingur greiðir húsaleigu af eignarhluta Fasteignabrúar.
Húsaleigan tekur mið af markaðsleigu viðkomandi íbúðar væri öll íbúðin til leigu. Fjárhæð húsaleigu er mismunandi á milli stærða íbúða.
Leigan er verðtryggð eins og almennt tíðkast með langtíma leigusamninga, en leigusamningurinn er til 10 ára.
Hver er húsaleigan?
Húsaleigan er mismunandi milli íbúða sem eru í boði hverju sinni, sem fer að mestu eftir því hvaða stærð er um að ræða. Til viðmiðunar:
• 2ja herbergja íbúð (~70 - ~90 fm): [ca. 50.000 - 80.000] kr. á mánuði m.v. 20% hlut sjóðs.
• 3ja herbergja íbúð (~90 - ~115 fm): [ca. 70.000 - 110.000] kr. á mánuði m.v. 20% hlut sjóðs.
Hverjir eru kostir fyrir kaupandann?
Í stað þess að kaupandi fjárfestir í 100% af virði íbúðarinnar er hægt að kaupa 75-80% hlut gegn 20-25% eignarhluta Fasteignabrúar. Kaupandi fjármagnar sinn hlut með að lágmarki 10% eiginfjárframlagi af kaupverði og restin 65-70% fjármögnuð með lánsfé. Kaupandi þarf að standast greiðslumat hjá sínum viðskiptabanka/lífeyrissjóði þar sem tekið er tillit til greiðslu húsaleigu til Fasteignabrúar.
Kaupandi hefur tök á að fara í hentugt nýtt húsnæði fyrir vikið og koma sér jafnvel af leigumarkaði ef svo ber undir.
Kaupandi greiðir húsaleigu af eignarhlut sjóðsins og er hún hluti af greiðslumati hjá kaupanda.
Með kaupunum kemst kaupandi inn á fasteignamarkaðinn og nýtur þeirra verðbreytinga sem hugsanlega verða á fasteignamarkaði næstu árum. Í sögulegu samhengi hefur verðþróun fasteigna verið jákvæð þegar litið er til síðustu 25 ára, en vissulega erfitt að segja til um þróun fasteignaverðs til næstu áratuga.
Hvað gerist ef fasteignin hækkar í verði?
Ef fasteignin hækkar í verði fær kaupandi hækkunina á sínum eignarhlut, t.d. 80% hlut.
Á sama tíma þarf kaupandi að standa við sínar skuldbindingar tengdum fasteignalánum og leigusamningi tengdum meðfjárfestingu sjóðsins.
Þá fær Fasteignabrú ábatann af sínum eignarhlut, t.d. 20% hlut.
Hvað gerist ef fasteignin lækkar í verði, og er því seld með tapi?
Ef fasteignin lækkar í verði og er seld með tapi skiptist tapið hlutfallslega eftir eignarhlutföllum.
Viðskiptavinur ber rýrnun á sínum 80% hlut og Fasteignabrú á sínum 20% hlut.
Hverjir eru eigendur Fasteignabrú sjóðsins?
Eigandi sjóðsins er Miðjan hf., móðurfélag Fasteignafélagsins G1 ehf. sem er uppbyggingaraðili á 181 íbúð á Grensásvegi 1, 108 Reykjavík.
Eigendur Miðjunnar eru þau Jón Þór Hjaltason og Ragnhildur Guðjónsdóttir, en þau hafa komið að uppbyggingu fjölda bygginga á höfuðborgarsvæðinu.
Fasteignabrú er rekinn af sjóðstýringarfyrirtækinu Stefni hf., sem er í eigu Arion banka. Þegar kominn er á leigusamningur milli þín og sjóðsins sér Aparta á Íslandi um samskipti fyrir hönd sjóðsins.
Hver er ávinningur fyrir Fasteignabrú og Stefni?
Ávinningur Fasteignabrúar er að skapa virkari og öflugri fasteignmarkað með því að styðja við nýjungar við sölu nýbygginga Fasteignafélagsins G1 ehf.
Ávinningur Stefnis felst í að reka og hafa umsjón með sjóðnum, sem ávaxtast í samræmi við verðþróun á íbúðarmarkaði.
Tekur Fasteignabrú þátt í viðhaldi sem 20-25% eigandi eignarinnar?
Viðskiptavinur sér um daglegt viðhald eignarinnar og kostnað tengdan því.
Fasteignabrú tekur hlutfallslegan þátt í kostnaði vegna framkvæmda sem húsfélag samþykkir, en þó ekki vegna framkvæmda sem viðskiptavinur ákveður sjálfur.
Hver er ábyrgð Fasteignabrú sem 20-25% meðeigandi eignarinnar?
Kaupandi hefur full yfirráð yfir keyptri eign og stendur undir öllum gjöldum tengdum rekstri hennar.
Fasteignabrú greiðir sinn hlut í fasteignagjöldum eignarinnar eftir því hver eignarhluturinn er.
Hvað ef ég vil selja eignina fyrir lok samningstíma?
Kaupanda er heimilt að selja eignina hvenær sem er á samningstímanum. Ef að sala á sér stað innan 36 mánaða frá gerð samnings leggst á þjónustugjald sem nemur kr. 200.000. Það gjald er hugsað til þess að standa skil á kostnaði við skjalagerð og umsýslu.
Með sama hætti getur kaupandi keypt hlut Fasteignabrúar, án greiðslu þjónustugjalds, að 36 mánuðum liðnum og allt fram að lokum 10 ára tímabilsins. Réttur til þess kaupa eignarhlut sjóðsins byggir á því að í viðskiptunum er stuðst við markaðsverð íbúðarinnar eins og það er fundið út í samræmi við sameignarsamninginn.
Hvað gerist við lok samningstíma?
Viðskiptavinur getur átt eignina lengur en 10 ár, en þá þarf að gera upp samninga við Fasteignabrú. Ef viðskiptavinur kaupir ekki eignarhlut sjóðsins til baka á samningstímanum eða þegar 10 ár eru liðin, þá er gert ráð fyrir því að íbúðin verði seld á markaði. Viðskiptavinur á þó forkaupsrétt á eignarhlut sjóðsins.
Hvernig er gert upp við Fasteignabrú við sölu eignarinnar?
Sameignarsamningur er gerður upp við sölu á eigninni. Seljandi fær sinn eignarhlut hlutfallslega í því tilfelli sem 80% eignarhlutur hans hefur tekið verðbreytingum miðað við verðþróun á fasteignamarkaði.
Húsaleigan á eignarhlut sjóðsins er innheimt mánaðarlega og er hún verðtryggð.
Hvar geta kaupendur tekið 65-70% lán fyrir kaupunum?
Hægt er að sækja um lán hjá öllum helstu lánveitendum. Viðskiptavinur fer í greiðslumat hjá sínum lánveitanda
Viðskiptavinur fer í hefðbundið greiðslumat og tekur lán hjá sínum viðskiptabanka eða lífeyrissjóði. Það lán fer síðan á 1. veðrétt í allri íbúðinni (100% eignarhluta) og Fasteignabrú fær 2. veðrétt í íbúðinni (100% eignarhluta).
Fasteignabrú vinnur með öllum lánveitendum sem vilja veita meðeiganda sjóðsins húsnæðislán, enda hagsmunir Fasteignabrúar að meðeigendur sjóðsins fái bestu kjör sem eru í boði hverju sinni.
Má ég endurfjármagna á samningstímanum?
Já. Kaupandi getur endurfjármagnað íbúðarlán sitt (veðlán) á samningstímanum. Til þess þarf samþykki Fasteignabrúar en jafnframt er Fasteignabrú óheimilt að neita samþykkis án réttmætrar ástæðu.
Get ég greitt inn á samning minn við Fasteignabrú hvenær sem er á samningstímanum?
Viðskiptavinurinn getur að þremur árum liðnum frá afhendingu nýtt kauprétt sinn með því að tilkynna það skriflega til Fasteignabrúar.
Tilkynning um nýtingu kaupréttar þarf þó að berast Fasteignabrú innan 10 ára tíma samningsins.
Ef greitt er inná samning miðað við markaðsvirði eignarhluts Fasteignabrúar lækkar húsaleiga í hlutfalli við það.
Af hverju er samningstími að lágmarki 3 ár og ekki lengri en 10 ár?
Má ég fara í framkvæmdir á eigninni án samþykkis Fasteignabrú?
Án skriflegs samþykkis Fasteignabrúar er viðskiptavini óheimilt að gera breytingar á húsnæðinu sem ganga lengra en það viðhald sem viðskiptavini er skylt að inna af hendi.
Fasteignabrú er óheimilt að synja um samþykki án réttmætrar ástæðu.
Má ég leigja út eignina á samningstímanum?
Já. Kaupanda er heimilt að leigja út eignina og tekur leigugreiðslurnar að fullu til sín, en á sama tíma þarf kaupandi að greiða húsaleigu af eignarhluta sjóðsins eins og hann þarf þegar kaupandi býr sjálfur í íbúðinni.
Kaupandi ber alla ábyrgð á eigninni gagnvart skemmdum og tjóni sem kann að skapast við útleigu sem hann ákveður sjálfur að ráðast í.
Hvernig eru skilmálar samningsins milli kaupanda og Fasteignabrú?
Aðilar gera með sér tvo samninga:
• Sameignarsamning
• Leigusamning
Meginsamningurinn er sameignarsamningur og tekur á skyldum og réttindum beggja aðila þ.e. viðskiptavinar sem er 75-80% eigandi eignarinnar og Fasteignabrúar sem er 20-25% eigandi.
Leigusamningurinn tekur á hverjar greiðslur viðskiptavinar eru fyrir afnot af eignarhlut sjóðsins og öðrum skilmálum.
Mikilvægt er að kynna sér vel þá samninga sem gerðir eru. Af því tilefni hefur verið sett saman samantekt af bæði sameignar- og leigusamningi. Auk þess þá hefur verið sett saman upplýsingablað (sem er viðauki við sameignarsamninginn) sem lýsir nokkrum dæmum með mismunandi sviðsmyndum sem mikilvægt er að kynna sér vel.
Hver er tengiliður kaupanda við Fasteignabrú?
Stefnir hf., kt. 700996-2479, er rekstraraðili Fasteignabrúar slhf. Stefnir hf. er til heimils að Borgartúni 19, 105 Reykjavík. Símanúmer félagsins er 444-7400. Netfang er stefnir@stefnir.is
Þegar kominn er á leigusamningur milli viðskiptavinar og Fasteignabrúar slhf. (sjóðsins) þá hefur Stefnir hf. gert samkomulag við Aparta Iceland ehf., kt: 550125-0560, um að gegna hlutverki umboðsaðila / þjónustuaðili sjóðsins. Hægt er að hafa samband við Aparta í gegnum heimsíðu þeirra www.aparta.is.
Hverjir flokkast sem fyrstu kaupendur?
Kaupandi sem er að eignast sína fyrstu íbúð eða hefur ekki átt íbúðarhúsnæði í fimm ár. Þar sem sjóðurinn flokkast ekki sem fyrsti kaupandi er tekið tillit til þess við gerð greiðslumats. Hlutfall af tekjum sem unnt er að ráðstafa í greiðslubyrgði lána er því 37,5%. Ef fyrstu kaupendur kaupa íbúð án aðkomu sjóðsins er sama hlutfall 40%.
Hverjir geta nýtt sér séreign til útborgunar og lækkað með því beina útborgun?
• Umsækjandi eignist 30% eignarhlut í eigninni
• Umsækjandi sæki um nýtinguna innan 12 mánaða frá undirritun kaupsamnings
• Umsækjandi sé að eignast sína fyrstu íbúð eða hafi ekki átt íbúðarhúsnæði í fimm ár
o Helstu skilyrði fyrir nýtingu úrræðisins eru:
Árleg hámarksnýting séreignarsparnaðar er kr. 500.000,- fyrir hvern einstakling og nýtingin getur staðið yfir í að hámarki 10 ára samfellt tímabil.
Nánari skýringar á skilyrðunum má finna á rsk.is
Getur lögaðili nýtt sér þjónustu Fasteignabrúar?
Lögaðilar geta nýtt sér þjónustu Fasteignabrúar en skilmálar samninga lögaðila/fyrirtækja eru ekki þeir sömu og hjá einstaklingum.

